Metfjöldi nemenda í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Alls eru skráðir 383 nemendur á vorönn í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði og er það metfjöldi. Flestir nemendur stunda fjarnám við skólann.  Langflestir áfangar við skólann eru fullir og hefur þurft að vísa frá allmörgum einstaklingum sem óskað hafa eftir að stunda nám við skólann.