Metaðsókn nýnema í Menntaskólann á Akureyri

Innritun nýnema er nú lokið í Menntaskólann á Akureyri. Aðsókn að skólanum var mjög góð og voru því alls teknir inn 9 bekkir á fyrsta ári. Það hefur aðeins einu sinni gerst áður en í fyrra voru t.d. eingöngu 7 bekkir.

Allir þessir bekkir eru stútfullir og heildarfjöldi nýnema því mikill.

Nýnemar fá nú sendan greiðsluseðil og nýnemabréf en eldri nemendur hafa þegar fengið greiðsluseðil fyrir innritunargjöldum.