Met þátttaka í Fjarðargöngunni í Ólafsfirði

Met þátttaka var í Fjarðargöngunni í Ólafsfirði um helgina en alls tóku 64 vaskir göngugarpar þátt. Frábært veður var alla helgina. Keppt var í Bikarmóti SKÍ, Íslandsmeistaramóti og Fjarðargöngunni.

Íslandsmeistarar í karla og kvennaflokki urðu þau Sævar Birgisson og  Elsa Guðrún Jónsdóttir, bæði frá Ólafsfirði.  Í flokki 18-20 ára stúlkna varð Sólveig María Aspelund SFÍ íslandsmeistari og í flokkum 16-17 urðu Íslandsmeistarar Sigurður Arnar Hannesson SFÍ og Harpa S. Óskarsdóttir Ulli.

24716232504_f33e667c6a_z