Við Síldarminjasafnið

Það hefur verið mjög gestkvæmt og líflegt á Síldarminjasafninu á Siglufirði undanfarin mánuði. Bókanir eru fjölmargar og skipulagðar heimsóknir ferðamanna á safnið. Rútur með ferðafólk og skemmtiferðaskip í höfninni á Siglufirði eru aftur farin að skipa stóran þátt í flæði ferðamanna til Fjallabyggðar.

Til samanburðar hafa verið bókaðar 70 síldarsaltanir hjá Síldarminjasafninu í sumar en þær voru aðeins 27 allt síðasta sumar.

Aldrei hefur verið jafn gestkvæmt í maí og þetta árið á Síldarminjasafninu, en safngestir voru 33% fleiri en í sama mánuði fyrir kórónuveirufaraldur. Bæði var mikil aukning meðal gesta í skipulögðum hópum, sem og annarra safngesta. Erlendir ferðamenn voru í miklum meirihluta í maí eða um 80% gesta.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Síldarminjasafninu.