Met fjöldi bíla í gegnum Héðinsfjarðargöng í gær

Í gær fóru 1893 bílar í gegnum Héðinsfjarðargöng óháð stefnu. Er þetta mesti fjöldi bíla sem farið hefur þarna í gegn frá upphafi opnunar.

Á Siglufjarðarvegi var líka talsverð umferð í gær 30.júlí, eða 801 bílar óháð stefnu. Við Hámundarstaðaháls á Ólafsfjarðarvegi fóru 2074 bílar óháð stefnu sem er um 200 bíla aukning frá því á föstudag. Þá fóru 1738  bílar Öxnadalsheiðina í gær, óháð stefnu, og er það meira en 1000 bíla fækkun frá því á föstudag. Um Víkurskarðið fóru 3009 bílar í gær sem er rúmlega 270 bíla fækkun frá því á föstudag.

Tölur koma úr vegsjá Vegagerðarinnar.