Mesta aukning í umferð á Norðurlandi í ágúst

Umferðin í nýliðnum ágúst mánuði, um 16 lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringvegi, jókst um 3,8% miðað við sama mánuð á síðasta ári.  Umferð jókst í öllum svæðum nema á Suðurlandi en mældan samdrátt á því svæði má líkast til skrifa á viðgerðir á Ölfursárbrú og malbikunarframkvæmdir á Hellisheiði. Mest jókst umferð um Norðurland eða um 6,6%. Mesta aukning á einstaka stöðum var um Mývatnsheiði eða aukning um 14,4%. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.