Allar messur og viðburðir Ólafsfjarðarkirkju falla niður næstu þrjár vikurnar. Þó verður kirkjan opin á hefðbundnum opnunartíma og í dimbilvikunni frá kl. 10.00 – 14.00, þriðjudag og miðvikudag.
Sunnudagaskólinn fellur einnig niður þann 28. mars nk. vegna samkomutakmarkanna.
Aðrar athafnir eins og jarðarfarir, skírnir og brúðkaup verða í samráði við sóknarprest en fjöldatakmarkanir eru 30 í þeim athöfnum.