Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins

Menntaskólinn á Tröllaskaga er stofnun ársins í flokki meðalstórra ríkisstofnana, þar sem starfsmenn eru 20-49. Skólinn var í öðru sæti í fyrra í sama flokki. Einkunnir stofnana byggjast á mati starfsmanna þeirra. Nokkrir þættir eru metnir. Trúverðugleiki stjórnenda vegur þyngst, 19%. Aðrir þættir eru launakjör, sveigjanleiki, sjálfstæði í starfi, starfsandi, vinnuskilyrði, stolt og ímynd. Lára Stefánsdóttir, skólameistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari, veittu viðurkenningunni viðtöku í Hörpu í gær.

Meðaleinkunn MTR fyrir árið 2015 er 4,544 en fyrir ári var skólinn með mjög svipaða einkunn 4,552. Hæst er hægt að fá 5,000.

mtr_kb_5
Texti og mynd: mtr.is