Menntaskólanum á Akureyri verður slitið á 17. júní

Menntaskólanum á Akureyri verður slitið með athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 17. júní. Athöfnin hefst klukkan 10. Að þessu sinni verða brautskráðir 179 stúdentar en þetta er í fyrsta sinn sem brautskráðir eru nemendur sem hafa stundað nám samkvæmt nýrri námskrá MA.

Að athöfn lokinni verða myndatökur, en þá er líka opið hús í MA til klukkan 15 síðdegis. Þar gefst gestum og gangandi færi á að skoða skólahúsin, rifja upp gömul kynni, skoða námsverkefni nemenda og svala sér á kaffi og kökum.