Menningarstyrkir í Fjallabyggð 2014

Menningarstyrkir fyrir árið 2014 hafa verið veittir í Fjallabyggð en alls bárust 20 umsóknir og námum styrkir alls 5.300.000 kr.

Eftirrtaldir einstaklingar og félagasamtök hljóta styrk að þessu sinni.

Sigurður Ægisson –30.000 kr.

Hlýtur rekstrarstyrk vegna vefsíðunnar www.siglfirdingur.is

Vinnustofa Abbýjar. Arnfinna Björnsdóttir –50.000 kr.

Hlýtur styrk vegna sýningarhalds á verkum sínum yfir sumartímann.

Sjálfsbjörg Siglufirði–75.000 kr.

Hlýtur styrk vegna reksturs vinnustofu.

Gospelkór Fjallabyggðar –75.000 kr.

Hlýtur styrk til að halda námskeið í gospelsöng sem verður í febrúar/mars.

Kvæðamannafélagið Ríma –100.000 kr.

Kvæðamannafélagið Ríma hóf starfsemi á 150 ára hátíð Sr. Bjarna Þorsteinssonar, 14. október 2011. Félagið hefur starfað af krafti í tæp tvö ár og m.a. staðið fyrir kvæðamannamótun og stofnun Stemmu Landssamtaka kvæðamanna þann 3. mars 2013. Félagið hlýtur styrk til að halda hið annað Landsmót kvæðamanna 28. febrúar –2. mars. Kvæðamenn Stemmu vilja hvergi hittast nema í Fjallabyggð.

Norrænafélagið Siglufirði –100.000 kr.

Hlýtur styrk til að halda upp tengslum við vinabæi á Norðurlöndunum og taka þátt í vinabæjarmótum.

Ólæti – Lilja Björk Jónsdóttir –100.000 kr.

Hlýtur styrk vegna tónlistar- og menningarhátíðar ungs fólks. Verður í Ólafsfirði í júlí.

Ungmennafélagið Glói –120.000 kr.

Hlýtur styrk vegna ljóðahátíðarinnar Glóð sem haldin verður í september/október 2014.

Kór eldri borgara í Fjallabyggð –120.000 kr.

Hlýtur styrk til að halda kóramót eldri borgara á Norðurlandi.

Kirkjukór Siglufjarðar– 120.000 kr.

Hlýtur styrk vegna söngstarfs.

Félag eldri borgarar á Siglufirði -120.000 kr.

Hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins sem felst í mánaðarlegum fundum yfir vetrarmánuðina og ferðalagi yfir sumartímann.

Kirkjukór Ólafsfjarðar –120.000 kr.

Hlýtur styrk vegna kórastarf og fyrirhugaðra vor -og jólatónleika á árinu 2014 jafnframt því sem fyrirhugað er að vera með söngnámskeið fyrir kórfélaga.

Félag um Ljóðasetur Íslands – 220.000 kr.

Hlýtur rekstrarstyrk.

Hljóðsmárinn ehf. -250.000 kr.

Hlýtur rekstrarstyrk vegna útvarpsstöðvarinnar Trölli fm103.7 Þessi stöð er að stíga sín fyrstu skref á Tröllaskaga og fara vinsældir hennar vaxandi.

Leikfélag Fjallabyggðar – 250.000 kr.

Hlýtur styrk vegna uppsetningar á nýju leikriti á árinu 2014.

Berjadagar – tónlistarhátíð – 450.000 kr.

Styrkur vegna árlegrar Berjadaga / tónlistarhátíðar í Ólafsfirði í ágúst.

Sjómannafélag Ólafsfjarðar – 500.000 kr.

Hlýtur styrk vegna dagskrá sjómannahelgarinnar í Fjallabyggð.

Jazzklúbbur Ólafsfjarðar – 650.000 kr.

Hlýtur styrk vegna árlegrar blúshátíðar í lok júní 2014.

Þjóðlagasetur – 800.000 kr.

Hlýtur styrk vegna reksturs Þjóðalagasetursins.

Þjóðlagahátíðin – 1.000.000 kr.

Hlýtur styrk vegna árlegrar Þjóðlagahátíðar á Siglufirði.

Þjóðlagahátíðin verður haldin sumarið 2014 dagana 2.–6. júlí.