Menningarstyrkir afhentir í Fjallabyggð

Sturlaugur Kristjánsson tónlistarmaður var útnefndur í vikunni sem Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018.  Athöfnin fór fram Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og voru einnig afhentir menningar- og rekstrarstyrkir til einstaklinga og félagasamtaka í Fjallabyggð fyrir árið 2018.

Styrkir sem með einum eða öðrum hætti munu styðja við bakið á menningarlífi Fjallabyggðar en alls bárust 22 umsóknir og voru 21 umsókn samþykkt. Alls voru úthlutaðir styrkir að upphæð 5.950.000 kr. fyrir árið 2018 og er það yfir eina milljón krónu meira en fyrir árið 2017. Styrkþegar eru svipaðir á milli ára, en þó er alltaf einhverjir nýjir sem koma inn.

Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök hljóta styrk að þessu sinni.

Vinnustofa Abbýjar. Arnfinna Björnsdóttir – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs vinnustofu.
Berjadagar Tónlistarhátíð – 650.000 kr.
Hlýtur styrk vegna árlegrar tónlistarhátíðar.
Félag eldri borgara á Siglufirði – 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs félagsins.
Félag eldri borgara í Ólafsfirði – 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs félagsins.
Félag um ljóðasetur – 350.000 kr.
Hlýtur styrk vegna reksturs.
Fjallasalir ses – uppbyggingarstyrkur – 200.000 kr.
Hljóta styrk til uppbyggingar efri hæðar Pálshúss.
Hljóðsmárinn ehf – 100.000 kr.
Hlýtur styrk fyrir útvarpsstöðina Trölla.
Hljóðsmárinn ehf – 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna útvarpssendinga MTR, TAT og GF.
Kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju – 100.000 kr.
Hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi kórsins.
Kór eldri borgara – 100.000 kr.
Hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi kórsins.
Kvenfélagið Æskan  – 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna minningarsteins í tilefni 100 ára afmæli félagsins.
Kvæðamannafélagið Ríma – 100.000 kr.
Hlýtur rekstrarstyrk vegna starfsemi félagsins.
Leikfélag Fjallabyggðar – 250.000 kr.
Hlýtur styrk vegna uppsetningar á leikriti á leikárinu 2017.
Listhúsið Ólafsfirði – 450.000 kr.
Hlýtur styrk vegna þriggja hátíða á árinu 2018.
Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar – 50.000 kr.
Hlýtur styrk vegna sýninga og námskeiða.
Sjómannafélag Ólafsfjarðar – 1.000.000 kr.
Hlýtur styrk vegna dagskrá Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð.
Systrafélag Siglufjarðarkirkju – 200.000 kr.
Hlýtur styrk vegna góðgerðarstarfs.
Ungmennafélagið Glói – 200.000 kr.
Hlýtur styrk vegna ljóðahátíðarinnar Haustglæður.
Þjóðlagahátíðin Siglufirði – 850.000 kr.
Hlýtur styrk vegna þjóðlagahátíðar 2018.
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar –  800.000 kr.
Hlýtur rekstarstyrk vegna starfsemi safnsins.
Þór félag safnara – 100.000 kr.
Hlýtur styrk vegna sýningar á 25 ára afmælisári félagsins.

 

Myndir: Fjallabyggð.is