Menningarnefnd Fjallabyggðar úthlutar styrkjum fyrir árið 2012
Menningarnefnd Fjallabyggðar hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2012.
M.a. var úthlutað 200.000 kr. styrk fyrir Árbók Ólafsfjarðar 2010. Þá var veittur styrkur til Ólafsfjarðarkirkju/Kór vegna sérhannaðs söngpallar kr. 100.000.
Tuttugu og tvær styrkumsóknir bárust fyrir um 5,5 milljónir króna fyrir árið 2012. Fræðslu- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar mun svara umsækjendum.