Forstöðumaður Menningarhúss Tjarnarborgar í Ólafsfirði sótti um aukafjármagn til Sveitarfélagsins Fjallabyggðar vegna rekstrar á árinu 2013. Bæjarráð Fjallabyggðar hafnaði beiðninni og lagði áherslu á að fjárútlát til menningarmála séu innan fjárheimilda.