Menningar- og frístundastyrkir í Fjallabyggð 2019

Fjallabyggð sendir út í vikunni svarbréf til umsækjenda um menningar- eða frístundastyrki árið 2019. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fjallabyggð.

Aldrei hafa fleiri umsóknir borist Fjallabyggð og eru tilgreindar styrktarupphæðir hærri en áður. Fjöldi styrktarumsókna fyrir árið 2019 voru 79 en fyrir árið 2018 bárust 63 umsóknir.

Úthlutaðir styrkir til menningarmála fyrir árið 2019 hækkuðu um 8,7%, úr 7,5 milljónum króna í 8,15 milljónir króna, styrkir til frístundamála hækkuðu um 12,8% úr 5.596.750 kr. í 6.314.000 kr. og styrkir vegna ýmissa mála hækkuðu um 20,2%, úr 2.100.000 kr í 2.525.000 kr. Þá veitir Fjallabyggð árlega aðra styrki s.s. í formi frístundaávísana, afnota af íþróttamiðstöðvum og til ÚÍF vegna barna- og unglingastarfs. Heildarupphæð þessara styrkja hækkaði um 23% eða úr 31.314.240 kr. í 38.532.600 kr. Samtals hefur Fjallabyggð aukið fjármagn til styrkja um 19% á milli ára.

Fjallabyggð gerir einnig samstarfssamninga um rekstur íþróttasvæða við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, Golfklúbb Fjallabyggðar og Skíðafélag Ólafsfjarðar. Auk þess að leggja til fjármagn vegna reksturs Skíðasvæðisins í Skarðsdal. Samtals eru 46.839.926 kr. áætlaðar á fjárhagsárinu 2019 vegna áðurnefndra samstarfssamninga.

Texti: Fréttatilkynning