Mengunartilvik í Siglufjarðarhöfn

Mengunartilvik varð í Siglufjarðarhöfn 27. maí síðastliðinn.  Yfirfall í dælubrunni var of stutt, þannig að rækjuskel barst út í höfnina um yfirfall og frárennslisrör. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra skoðaði frárennsliskerfi hjá Ramma hf. og Kítósan verksmiðjunni Primex ehf. á Siglufirði. Fram kemur í skýrslu HNV að óskað hafi verið eftir upplýsingum frá Ramma um málið og skráningum sem fyrirtækið hefur
gert í samræmi við lið 6.2 í starfsleyfi fyrirtæksins.
Rammi hf. hefur brugðist við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins. Heilbrigðiseftirlitið hefur óskað eftir fram komi mat á lausn frá sérfræðingi sem staðfestir að úrbæturnar séu þannig úr garði gerðar að málið komi ekki upp að nýju.

27379699085_278a859d0c_z