Meistari í ferðamálafræði frá Hólum

Háskólinn að Hólum í Hjaltadal hefur nýútskrifað nemanda í meistaranámi í Ferðamálafræði við Háskólann að Hólum. Er það aðeins í annað sinni í sögu ferðamáladeildarinnar.

0bf37e1Nemandinn heitir Áskell Heiðar Ásgeirsson, og meistararitgerðin hans heitir: „Hamingjan er hér“. Samfélagsleg áhrif Bræðslunnar á Borgarfirði eystra. Hann starfaði áður hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á markaðs- og þróunarsviði. Þá er hann forsvarsmaður Bræðslunnar í Borgarfirði ásamt bróður sínum, Magna.

 

Leiðbeinandi hans var Dr. Guðrún Helgadóttir, prófessor; umsjónarkennari Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, lektor, og prófdómari Dr. Anna Karlsdóttir, lektor við HÍ.