Meistaraverkefni um viðarvöxt í Eyjafirði og Fnjóskadal

Benjamín Örn Davíðsson skógfræðingur og nemi í  landbúnaðarháskólanum að Ási í Noregi vinnur nú að meistararitgerð sinni í samstarfi við Norðurlandsskóga og Skógrækt ríkisins. Markmiðið með verkefninu er að kanna viðarvöxt á gróðursettum svæðum Norðurlandsskóga og Skógræktar ríkisins í Eyjafirði og Fnjóskadal.

.Til að kanna viðarvöxtinn voru lagðir út 199 mælifletir í gróðursettum lerki og furureitum á þessum svæðum.  Tré innan þessara mæliflata voru hæðar og þvermálsmæld og þéttleiki tekinn um leið. Á vormánuðum verður unnið úr þessum gögnum og til þess notuð finnskt viðarvaxtarforrit og tölfræðiforrit.

Nú er í bígerð að kanna möguleikana á því að skipta út olíukyndingu fyrir viðarkyndingu í Grímsey og því mun verkefni Benjamíns einnig nýtast við að áætla hve mikið viðarmagn muni falla til í framtíðinni af þessum svæðum.

Texti og mynd frá nls.is