Meistaramót Golfklúbbs Siglufjarðar hófst 7. júlí og lauk 9. júlí. Alls voru 22 keppendur skráðir til leiks í mótið sem fór fram á hinum stórglæsilega golfvelli Siglógolf á Siglufirði. Ekki var frábært veður alla dagana en kylfingar mættu vel búnir þegar veður og aðstæður voru erfiðar í byrjun móts. Leiknar voru 18 holur þrjá daga í röð og er því álagið talsvert á keppendur. Aðeins einn keppandi lauk ekki keppni en sá mætti aðeins fyrsta daginn.

Keppt var í fjórum flokkum á Meistaramóti GKS:

1. Flokkur karla = 0 til 14.5 forgjöf = Hvítir teigar
1. Flokkur kvenna = 0 til 27.0 forgjöf = Rauðir teigar
2. Flokkur karla = 14.6 til 36.0 = Gulir teigar
2. Flokkur kvenna = 27,1 til 36,0 = Rauðir teigar

Mikil spenna var í 1.  flokki karla, en þar munaði aðeins 7 höggum á 1.-3.sæti. Jóhann Már Sigurbjörnsson kláraði á 242 höggum í 1. sæti.

Í öðrum flokki karla vann Þorsteinn Jóhannsson með 264 högg.

Í 1. flokki kvenna var einnig talsverð spenna og jöfn keppni, en Ólína Guðjónsdóttir var í 1. sæti með 284 högg.

Í 2. flokki kvenna vann Ása Guðrún Sverrisdóttir með 320 högg.

Öll úrslit hér í myndum fyrir neðan.

Úrslit í 1. flokki karla

Úrslit í 2. flokki karla

Úrslit í 1. flokki kvenna

Úrslit í 2. flokki kvenna