Meistaramóti GKS á Siglufirði lokið

Meistaramóti Golfklúbbi Siglufjarðar árið 2012 er lokið. Keppni fór fram á Hólsvelli á Siglufirði.

Klúbbmeistari í karlaflokki var Jóhann Már og klúbbmeistari í kvennaflokki var Hulda. Bráðabani var haldinn um annað sætið í 1. flokki karla á milli Þorsteins og Ingvars. Hafði Ingvar sigurinn á annarri holu í bráðabana.

Úrslit voru eftirfarandi:

1. flokkur karla:

  • 1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson á 227 höggum
  • 2. sæti Þorsteinn Jóhannsson á 251 höggi
  •  3. sæti Ingvar K. Hreinsson á 251 höggi

1. flokkur kvenna:

  •  1. sæti Hulda Magnúsardóttir á 282 höggum
  • 2. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir á 285 höggum

2. flokkur karla:

  •  1. sæti Grétar Bragi Hallgrímsson á 269 höggum
  •  2. sæti Kári Arnar Kárason á 286 höggum
  •  3. sæti Arnar Freyr Þrastarson á 304 höggum

Frétt frá gks.fjallabyggd.is , nánari fréttir og myndir er að finna þar.