Meistaramót Golfklúbbs Ólafsfjarðar

Meistaramót Golfklúbbs Ólafsfjarðar verður haldið dagana 30. júní – 6. júlí næstkomandi á Skeggjabrekkuvelli.  Þetta mót er flokkaskipt og höfðar til allra kylfinga Golfklúbbs Ólafsfjarðar.  Síðasti skráningardagur er mánudaginn 30. júní.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Meistarafl. karla (fgj 0-12): 54 holur
  •  1. flokkur karla (fgj 12,1-24): 54 holur
  • 2. flokkur karla: (fgj 24,1-36): 36 holur
  • Öldungaflokkur kk 55-69 ára:  36 holur  (rauðir teigar)
  • Öldungaflokkur kk 70 ára og eldri: 36 holur  (rauðir teigar)
  • 1. flokkur kvenna (fgj 10-39,9):  36 holur
  • Byrjendaflokkur kvenna (fgj 40,0):  18 holur (2×9 holur)

Tímabil móts:

  •  54 holur:  mánudagur- laugardagur
  • 36 holur:  miðvikudagur-laugardagur
  • 18 holur:  miðvikudagur-laugardagur