Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar

Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar hefst í dag á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði og stendur til 8. júlí.  Þetta mót er flokkaskipt og höfðar til allra kylfinga í Golfklúbbi Fjallabyggðar. Alls eru  14 skráðir til leiks.

Fyrstu 36 og 18 holurnar skulu vera spilaðar frá mánudegi 3. júlí til fimmtudags 6. júlí.  Allir leika svo 18 holur föstudaginn 7. júlí kl. 17:00 og 18 holur laugardaginn 8. júlí kl. 13:00.  Byrjendaflokkur kvenna og unglingar leika 9 holur hvorn daginn.  Að móti loknu verður grillað í golfskálanum og verðlaunaafhending.

  • Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
  • Meistaraflokkur karla (fgj 0-12):  72holur
  • 1. flokkur karla (fgj 12,1-24):  54 holur
  • 2. flokkur karla: (fgj 24,1-36):  36 holur
  • Öldungaflokkur kk 67 ára og eldri:  36 holur  (rauðir teigar)
  • 1. flokkur kvenna (fgj 10 – 39,9):   54 holur
  • 2. flokkur kvenna (fgj 40,0 – 54,0):  18 holur
  • Unglingar :  18 holur