Meistaramót GFB er flokkaskipt og höfðar til allra kylfinga Golfklúbbs Fjallabyggðar. Sama fyrirkomulag verður í ár og í fyrra, fyrstu 36 og 18 holurnar skulu vera spilaðar frá mánudegi 3. júlí – fimmtudags. 6. júlí. Þrettán kylfingar eru nú þegar skráðir á mótið þegar þessi frétt er skrifuð. Leikið var á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Sannkallað golfmaraþon framundan fyrir kylfinga í Fjallabyggð.
Allir kylfingar leika svo 18 holur föstudaginn 7. júlí kl. 17:00 og 18 holur laugardaginn 8. júlí kl. 13:00.
Byrjendaflokkur kvenna og unglingar leika 9 holur hvorn daginn.
Öldungaflokkur hefur einnig val um að spila 9 holur í senn.
Að móti loknu verður matur í golfskálanum og verðlaunaafhending. Innifalið í verði er mótsgjald og matur.
Flokkaskipting:
Meistaraflokkur karla (fgj 0-12): 54 holur
- 1. flokkur karla (fgj 12,1-24): 54 holur
- 2. flokkur karla (fgj 24,1-36): 36 holur
- 3. flokkur karla (fgj 36,1 – 54,0) 36 holur
- Öldungaflokkur kk 67 ára og eldri: 36 holur (rauðir teigar)
- 1. flokkur kvenna (fgj 10 – 24,9): 54 holur
- 2. flokkur kvenna (fgj 25,0 – 40,0): 36 holur
- 3. flokkur kvenna (fgj 40,1 -54,0) : 18 holur
- Unglingar : 18 holur
Tímabil móts:
- 72 holur: mánudagur – laugardagur
- 54 holur: mánudagur- laugardagur
- 36 holur: föstudagur – laugardagur
- 18 holur: föstudagur -laugardagur