Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar

Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar hefst á mánudaginn og stendur til 10. júlí. Þetta mót er flokkaskipt og höfðar til allra kylfinga Golfklúbbs Fjallabyggðar. Tíu kylfingar hafa þegar skráð sig og á eflaust eftir að fjölga á næstu dögum.

Flokkaskipting:
Meistaraflokkur karla (fgj 0-12):  54 holur
1. flokkur karla (fgj 12,1-24):  54 holur
2. flokkur karla (fgj 24,1-36):  36 holur
3. flokkur karla (fgj 36,1 – 54,0)  36 holur
Öldungaflokkur kk 67 ára og eldri:  36 holur  (rauðir teigar)
1. flokkur kvenna (fgj 10 – 24,9):   54 holur
2. flokkur kvenna (fgj 25,0 – 40,0):  36 holur
3. flokkur kvenna (fgj 40,1 -54,0) : 18 holur
Unglingar :  18 holur
  
Tímabil móts:
72 holur: mánudagur – laugardagur
54 holur:  mánudagur- laugardagur
36 holur:  föstudagur – laugardagur
18 holur:  föstudagur -laugardagur

Myndlýsing ekki til staðar.