Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar

Meistaramót Golfklúbbs Fjallabyggðar verður haldið dagana 2. – 7. júlí á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði.  Þetta mót er flokkaskipt og höfðar til allra kylfinga Golfklúbbs Fjallabyggðar.  Sama fyrirkomulag verður í ár og í fyrra, fyrstu 36 og 18 holurnar skulu vera spilaðar frá mánudegi 3. júlí – fimmtudags 6. júlí.

Allir leika svo 18 holur föstudaginn 7. júlí kl. 17:00 og 18 holur laugardaginn 8. júlí kl. 13:00.  Byrjendaflokkur kvenna og unglingar leika 9 holur hvorn daginn.  Öldungaflokkur hefur einning val um að spila 9 holur í senn.

Að móti loknu verður matur í golfskálanum og verðlaunaafhending. Innifalið í verði er mótsgjald og matur.  Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 5. júlí.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Meistaraflokkur karla (fgj 0-12): 72holur
1. flokkur karla (fgj 12,1-24): 54 holur
2. flokkur karla (fgj 24,1-36): 36 holur
3. flokkur karla (fgj 36,1 – 54,0) 36 holur
Öldungaflokkur kk 67 ára og eldri: 36 holur (rauðir teigar)
1. flokkur kvenna (fgj 10 – 24,9): 54 holur
2. flokkur kvenna (fgj 25,0 – 40,0): 36 holur
3. flokkur kvenna (fgj 40,1 -54,0) : 18 holur
Unglingar : 18 holur

Tímabil móts:
72 holur: mánudagur – laugardagur
54 holur: mánudagur- laugardagur
36 holur: föstudagur – laugardagur
18 holur: föstudagur -laugardagur

Mótsgjald:
72 holur: 5.000,-
54 holur: 5.000,-
36 holur: 3.500,-
18 holur: 2.500,-

Allar upplýsingar og skráning fer fram hjá Mótanefnd eða á golf.is.
Dagný: 861-7164
Björg: 866-7953
Sigga: 867-1455