Meistaramót barna & unglinga hjá GFB fór fram 10.-11. júlí síðastliðinn á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði. Sex kylfingar voru skráðir til leiks, en aðeins þrír tóku þátt í flokki drengja 13 ára og yngri.

Sebastían Amor Óskarsson var í 1. sæti á 45 höggum, en hann var með lægstu fjögjöfina af þeim sem tóku þátt, eða 34,1.

í 2. sæti var Sverrir Lúðvíksson á 58 höggum, með 54 í forgjöf.

Í 3. sæti var Elís Beck Kristófersson á 62 höggum, með 54 í forgjöf.