Blakfélag Fjallabyggðar leikur tvo leiki í Íþróttahúsinu á Siglufirði, sunnudaginn 18. nóvember. Karlaliðið leikur gegn HKörlum kl. 13:00 og kvennaliðið gegn Ými kl. 15:00 eða þegar karla leiknum lýkur ef hann dregst á langinn.
HKarlar hafa spilað 3 leiki á mótinu og eru enn án sigurs. BF hefur spilað 2 leiki, unnið 1 og tapað einum.
Kvennalið Ýmis hafa spilað 4 leiki á mótinu og unnið þá alla. Kvennalið BF hafa spilað 1 leik á mótinu sem þær unnu. Búast má við hörku viðureignum í þessum leikjum. Stuðningur í stúkunni getur skipt sköpum í jöfnum leikjum og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna á leikina.
Benectadeild karla og kvenna
Sunnudagurinn 18. nóvember
13:00 BF – HKarlar í Benectadeild karla
15:00 BF – Ýmir í Benectadeild kvenna