Meira af Þemaþætti Þórarins

Á Útvarpi Trölla sem sendur er út frá Siglufirði er nýr þáttur með skáldinu og listamanninum Þórarni Hannessyni, sem er einnig forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands þar sem útsendingar eru. Óhætt er að mæla með þættinum sem heitir Þema Þáttur Þórarins, en það er eins og Þórarinn hafi verið útvarpsmaður í tugir ára, öruggur í framkomu og þægilegur að hlusta á, þetta er þó frumraun hans í útvarpi.

Hægt er að hlusta á þættina beint á netinu, eða á FM 103,7 á Eyjafjarðarsvæðinu. Núna er tveir fyrstu þættir hans aðgengilegir á vefsíðu Trölla en þættirnir eru á dagskrá alla sunnudaga milli 10 og 12.

1464597_1474542436168310_6579128717771217485_n