Meðalhitinn á Akureyri 1,7 stig í mars

Marsmánður var hlýr og tíð hagstæð. Óvenju hlýtt var á landinu dagana 17.-19. mars og mældist hitinn víða hátt í 20 stig á Austurlandi.

Á Akureyri var meðalhitinn 1,7 stig og 1,3 stigum yfir meðallagi síðustu 10 ára. Meðalhiti í Reykjavík í mars var 2,3 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en 0,8 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára.  Í Stykkishólmi var meðalhitinn 1,5 stig og 2,8 stig á Höfn í Hornafirði.

Mynd og texti: vedur.is