Matjurtargarðar til leigu á Akureyri

Matjurtagarðar á vegum Akureyrarbæjar verða til leigu sumarið 2014. Um er að ræða 15 fermetra matjurtagarða og er leigan 8.000 kr. fyrir sumarið.  Innifalið í verðinu eru matjurtir, fræ og kartöfluútsæði. Leiðbeiningar og ráðgjöf verða einnig í boði á staðnum. Athugið að takmarkað magn af matjurtagörðum er til úthlutunar. Eftir að umsóknarfrestur rennur út verður lausum görðum úthlutað. Matjurtagarðarnir eru eingöngu fyrir fólk sem hefur lögheimili á Akureyri.
Umsóknarfrestur er til og með 7. mars nk.

Einungis er tekið við umsóknum í netfanginu gardur@akureyri.is eða í síma 460 1103. Fram skal koma nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda.