Akureyrarbær á og rekur matjurtagarða sem íbúar bæjarins geta leigt á sumrin til að rækta eigið grænmeti. Garðarnir eru við Ræktunarstöð Akureyrarbæjar við Krókeyri.

Hver garður er 15 fermetrar og það kostar 5.300 krónur að leigja garð fyrir sumarið. Matjurtagarðar eru eingöngu ætlaðir íbúum sem hafa lögheimili á Akureyri.

Umsóknarfrestur er til og með 12. mars nk.

Takmarkaður fjöldi matjurtagarða er til úthlutunar. Umsóknir skulu berast í gegnum þjónustugáttina hér á heimasíðunni.