Marsmót UMF Glóa á Siglufirði

Marsmót Ungmennafélagsins Glóa fer fram í vikunni og þeirri næstu. Fimmtudaginn 14. mars verður keppt í atrennulausum stökkum og kúluvarpi. Þriðjudaginn 19. mars verður keppt í hástökki, boltakasti og skutlukasti. Mótið hefst kl. 15.00 á morgun, þá munu 14 ára og eldri hefja keppni en yngri byrja kl. 16.00.