Halldór Ingvar Guðmundsson, markmaður úr Knattspyrunfélagi Fjallabyggðar hefur farið á láni út þetta tímabil til Dalvíkur/Reynis í 2. deild karla, en hann er samningsbundinn KF til loka þessa árs samkvæmt KSÍ. Hann hefur þurft að þola að vera varamarkmaður þetta tímabilið en var aðalmarkvörður liðsins er félagið vann sig upp í 1. deildina.