Markmaðurinn Franko Lalic hefur gert nýjan samning við Dalvík/Reyni og leikur því áfram með félaginu á næsta ári í Lengjudeildinni. Franko er fæddur árið 1991 og er reynslumikill markmaður sem kom 2. ágúst til Dalvíkur/Reynis og lék 8 leiki í deildinni. Hann fékk á sig 6 mörk í þessum 8 leikjum og stóð vaktina vel. Hann hefur reynslu úr Lengjudeildinni, en hann hefur leikið 60 leiki í deildinni á Íslandi fyrir Þrótt Reykjavík og Víking Ólafsvík.
Fyrsti leikur Dalvíkur/Reynis í Lengjudeildinni verður gegn ÍBV á Dalvíkurvelli, 4. maí 2024.