Markmaður úr KF hættur

Halldór Ingvar Guðmundsson markmaður úr KF er hættur hjá liðinu. Hann er 21 árs gamall og hefur leikið 69 leiki fyrir KF,KS og Leiftur í meistaraflokki. Hann hefur verið varamarkmaður þetta tímabilið en lék 19 leiki í 2. deildinni í fyrra. Björn Hákon Sveinsson hefur haldið stöðunni þetta tímabilið, en hann er 28 ára og hefur leikið áður með Þór og Völsungi og leikið 129 leiki í meistaraflokki.

Ungur markmaður úr öðrum flokki KF/Dalvík mun hafa félagskipti yfir í KF og verða varamarkamaður félagsins, þetta er Elvar Óli Marinósson og hefur hann leikið einn leik í meistaraflokki fyrir Dalvík/Reyni. Drengurinn er fæddur árið 1996 og er mikið efni.

KF hefur fengið á sig 15 mörk í 12 leikjum í sumar.