Markmaður KF skoraði

Halldór Ingvar Guðmundsson markmaður og annar af þjálfurum Knattspyrnufélags Fjallabyggðar skoraði 12 mark liðsins í 2. deild karla í sumar í síðasta leik liðsins, sem var á Ólafsfjarðarvelli gegn Ægi. Halldór fór fram í síðustu sóknum liðsins til að freista þess að jafna leikinn. Halldór er aðeins 24 ára og hefur alla tíð leikið með meistarflokki KF og KS/Leiftri, eða 127 leiki og skorað þetta eina mark. Það dugði því miður ekki til að sigra leikinn en það eru fáir markmenn sem ná því að skora mark á sínum ferli.

14358810_10154199205554342_1011353171981690798_n 14292250_10154199205414342_2840813986617254683_n