Javon Jerrod Sample hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnufélag Fjallabyggðar út tímabilið 2023. Javon var fenginn til liðsins árið 2021 og lék þá 7 leiki en það tímabil var það síðasta hjá Halldóri Ingvari Guðmundssyni sem frá árinu 2009 var aðalmarkmaður liðsins og goðsögn hjá félaginu. Halldór er núverandi þjálfari liðsins.
Javon Sample kom til Íslands árið 2019 og lék fyrst fyrir Einherja á Vopnafirði. Hann hefur leikið 62 leiki á Íslandi á Íslandsmótinu og bikarkeppnum.