Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Dalvík-Reynir léku í dag á Norðurlandsmótinu í fótbolta. Leikið var í Boganum á Akureyri og voru áhorfendur 40 talsins. Staðan var 3-2 í fyrri hálfleik en Dalvíkingar náðu forystunni á 10. mínútu með marki frá Edmondo. Það tók KF 5 mínútur að jafna og var þar að verki Ottó Hólm.  Á 21. mínútu ná Dalvíkingar aftur forystu í leiknum með marki frá Viktori Má.  KF gerði svo tvö mörk með stuttu millibili fyrir lok fyrri hálfleiks en það voru Halldór Logi og Páll Sindri sem sáu til þess að KF færi með yfirhöndina í hálfleik.

Halldór Logi skorar sitt annað mark fyrri KF á 50. mínútu og kemur KF í 4-2. Skömmu áður hafði Trausta Erni hjá KF verið vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald.  Á 87. mínútu gerir KF fimm inná skiptingar, og þremur mínútum síðar gerir liðið sjálfsmark. Í uppbótartíma gerir svo Viktor Daði síðasta mark leiksins og jafnar leikinn fyrir Dalvík-Reyni. Loka staðan 4-4 en KF getur klórað sig í hendurnar að hafa ekki gert fleiri mörk í leiknum og klaufagang á síðustu mínútum leiksins.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.