Markasúpa á Ólafsfjarðarvelli

KF og Grótta áttust við á Ólasfjarðarvelli í lokaumferðinni í 2. deild karla í dag. KF leiddi í hálfleik 2-1 með mörkum frá Gabríel Reynissyni og Marko Blagojevic. Grótta skoraði þrjú mörk í síðari hálfleik en KF aðeins eitt, og voru lokatölur 3-4 fyrir gestina og þrjú stig til Gróttu. Lokamark KF skoraði Kemal Cesa.

Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

Völsungur og Reynir Sandgerði féllu úr deildinni en KF lauk keppni í 7 sæti með 27 stig, 8 sigra, 3 jafntefli og 11 töp. Höttur og Leiknir Fáskrúðsfirði koma upp úr 3. deildinni í ár.