Markakóngur í Fjallabyggð

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar á markakónginn í 2. deild karla í knattspyrnu. Það er Alexander Már Þorláksson, en hann er lánsmaður úr Fram og lék hann 21 deildarleik í sumar og skoraði 18 mörk, þar af tvö úr víti. Faðir hans, Þorlákur Árnason lék fyrir Leiftur árið 1992, en hann skoraði 17 mörk í 18 leikjum, en Leiftur spilaði þá í næst efstu deild. Alexander Már var að auki valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar af þjálfurum og fyrirliðum. KF endaði í 7. sæti deildarinnar, skoraði 39 mörk og fékk á sig 27. Enginn leikur tapaðist með meira en einu marki.

12046583_745701772225956_8178855005243010062_n

 

Mynd: KF – Guðný Ágústsdóttir.