Markaðsstofan Norðurlands tengiliður við Vegagerðina

Markaðsstofan Norðurlands er nú orðinn tengiliður ferðaþjónustunnar á Norðurlandi við Vegagerðina. Þetta er samkomulag sem gert var við Vegagerðina gefur ferðaþjónustunni tækifæri á að koma á framfæri sínum áherslum varðandi þjónustu, viðhald og uppbyggingu vegakerfisins.  Af þessu tilefni mun Markaðsstofa Norðurlands boða til funda um vegamál þar sem ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að mæta og koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Niðurstöður fundanna verða svo nýttar til að koma á framfæri við Vegagerðina áherslum um forgangsröðun verkefna á hverju svæði. Þetta kemur fram á Nordurland.is.

Fundirnir verða haldnir sem hér segir:

Fimmtudaginn 17. september

  • Sauðárkróki kl. 10:00 – 11:30
  • Blönduósi kl. 13:00 – 14:30
  • Hvammstanga kl. 15:30 – 17:00

Föstudaginn 18. September

  • Akureyri kl. 9:00 – 10:30
  • Ólafsfirði kl. 13:00 – 14:30

Þriðjudaginn 22. September

  • Mývatnssveit kl. 9:00 – 10:30
  • Þórshöfn kl. 13:00 – 14:30
  • Kelduhverfi kl. 16:30 – 18:00