Markaðsstofa Ólafsfjarðar boðar til fundar

Markaðsstofa Ólafsfjarðar boðar á ný til fundar og nú á Hótel Brimnesi í Ólafsfirði, laugardaginn 7. apríl kl. 10:00-12:00. Stofnaður hefur verið hópur á Facebook – Markaðsstofa Ólafsfjarðar og eru þar nú 72 einstaklingar sem ætla vinna saman í því að koma Ólafsfirði betur á kortið. Stuttar tilkynningar verða í upphafi fundar.

Dagskrá:

 • 1. Fara yfir skjalið – “hvað er í boði í Ólafsfirði”
 • 2. Ferðafélagið Trölli
 • 3. Kynna þrívíddarkortið fyrir Ólafsfjörð
 • 4. Vinnufundur – hugarflæði
  •  hlutverk ferðafélagsins
  •  stefna ferðaþjónustu til framtíðar
  •  næstu skref í nánasta framtíð
  •  búa til vinnuhópa