Mynd: Markaðsstofa Akureyrar / Auðunn Níelsson

Þann 1. júlí 2003 var Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi stofnuð, en undirbúninginn má rekja aftur til ársins 1999.

Forsagan er sú að umræða hafði verið nokkuð lengi innan greinarinnar um samstöðuleysi á svæðinu og þörf á kröftugri aðkomu heimamanna að markaðs-og sölumálum greinarinnar. Haustið 2001 var, fyrir tilstuðlan Ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og Ferðamálasamtaka Norðurlands vestra ákveðið að fela Háskólanum á Akureyri að gera úttektarskýrslu um málið.

Í október 2002 var ákveðið að hefjast handa við framkvæmd hugmyndarinnar, sem síðan var kynnt fyrir öllum hagsmunaaðilum á svæðinu frá Hrútafirði að Bakkaflóa, með kynningarfundum og dreifingu upplýsingarits. Verkefnið var einnig kynnt fyrir þingmönnum svæðisins, lykilmönnum í ferðaþjónustu og markaðsfólki hjá Ferðamálaráði og Flugleiðum og ferðaskrifstofum erlendis.

Nánar hér.