Markaðssetning fyrir Flugklasann Air 66N

Eftirfarandi bókun kom frá á fundi atvinnu- og ferðamálanefndar Skagafjarðar, föstudaginn 13. janúar.

Lagt fram erindi frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi varðandi ósk um stuðning við verkefnið Flugklasinn Air 66N. Verkefnið snýst um öfluga og samræmda markaðssetningu Norðurlands erlendis, með áherslu á að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.
Málinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðarráði til umsagnar.

Nefndin samþykkir að mæla með því við Byggðarráð að leggja verkefninu til kr. 500.000 í styrk en beina því jafnframt til klasans að horft verði til Alexandersflugvallar við Sauðárkrók sem varaflugvallar fyrir millilandaflug til Norðurlands.