Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar hyggst markaðssetja Siglufjarðarhöfn, með tilliti til komu skemmtiferðaskipa.
Fundað hefur verið með Ágústi Ágústssyni markaðsstjóra Faxaflóahafna og Cruise Iceland vegna málsins.

Ágúst hefur lagt til að í byrjun verði farið í ódýra og beina markaðssetingu á valin skipafélög og verkefnið endurskoðað eftir þrjú ár.
Síldarminjasafnið hefur boðist til að leggja til starfsmann í markaðsmál í þann tíma.

Mynd: Héðinsfjörður.is