Marjolijn Hof komin aftur til Siglufjarðar

Miðvikudaginn 22. október mun hollenski rithöfundurinn Marjolijn Hof kynna nýjustu bók sína á Bókasafninu á Siglufirði kl. 17:00, en sagan gerist í bæ á Norðurlandi nánar tiltekið á Siglufirði.  Hún dvaldi á Siglufirði á Herhúsinu og vann bókina þar árið 2010 og kom í nokkur skipti aftur til Siglufjarðar. Bókin er sögð fjalla um síldarárin á Siglufirði og aflaði hún sér heimilda á Síldarminjasafninu. Frá þessu var greint í frétt hér á síðunni árið 2011.

Bókin heitir DE REGELS VAN DRIE á Hollensku og hefur sagan hlotið virt verðlaun í heimalandi höfundar.

Börn í 5. bekk úr Grunnskóla Fjallabyggðar lesa úr bókinni MINNI LÍKUR, MEIRI VON eftir Marjolijn. Einnig verður sagt frá samstarfsverkefni 5. bekkjar og hollenskra nemenda.