Marína og Mikael syngja í Fjallabyggð

Marína Ósk og Mikael Máni eru að hefja tónleikaferðalag um Norðurland, sem þau nefna Beint heim. Opnunartónleikar verða á Græna hattinum á Akureyri þann 23. júní. Þau syngja gömul djasslög í nýrri útfærslu og með nýjum íslenskum textum. Þau verða á Kaffi Klöru í Ólafsfirði 25. júní kl. 15:00 og 27. júní í Skálahlíð á Siglufirði kl. 15:00.

13432304_1746774162273729_6625800246056408472_n