Margbreytilegur einfaldleiki í Síldarminjasafninu

Viðburðurinn Margbreytilegur einfaldleiki fór fram í Bátahúsi Síldarminjasafnsins á Siglufirði um liðna helgi. Þessi viðburður var hluti af ljóðahátíðinni Haustglæður. Um 80 gestir litu inn þann klukkutíma sem viðburðurinn stóð og sáu brot af þeirri fjölbreyttu list sem stunduð er í Fjallabyggð.

Listamennirnir sem tóku þátt voru:
Arnfinna Björnsdóttir (Abbý) – Myndlistarkona
Daníel Pétur Daníelsson – Leikari
Eva Karlotta Einarsdóttir – Trúbador
Guðrún Þórisdóttir (Garún) – Myndlistarkona
Páll Helgason – Ljóðskáld
Sigurjón Steinsson – Harmonikkuleikari
Þórarinn Hannesson – Kvæðamaður

14524966_1113574362062108_282413577252318942_o
Mynd: Björn Valdimarsson.
14572998_1113574355395442_8483407381636944587_n
Mynd: Björn Valdimarsson.
14520535_1113574358728775_4658660841151994475_n
Mynd: Björn Valdimarsson.