Málþing um unga fólkið á Akureyri

Miðvikudaginn 23. janúar kl. 17:00-19:00 verður haldið málþing um stöðu unga fólksins á Akureyri í Menningarhúsinu Hofi.  Þar kynnir Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur frá Rannsóknum og greiningu, niðurstöður rannsóknarinnar “Ungt fólk á Akureyri”. Lögreglan kynnir starf sitt í málaflokkum sem snerta ungmenni og Jón Áki Jensson, geðlæknir hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, flytur erindi um orsakir og afleiðingar vímuefnanotkunar.

Pallborðsumræður verða að loknum erindunum.

Ungmenni, foreldrar, fagfólk og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.