Málþing um áhrif Héðinsfjarðarganga haldið í haust

Ákveðið hefur verið að halda málþing um áhrif Héðinsfjarðarganga en hópur rannsóknarfólks við Háskólann á Akureyri er að ljúka stóru rannsóknarverkefni um áhrif Héðinsfjarðarganganna á samgöngur, efnahagslíf og samfélag í Fjallabyggð. Í haust eru 5 ár frá því að göngin voru opnuð og er lagt til að 2. október 2015 verði haldið málþing í Fjallabyggð.

Héðinsfjarðargöng

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd: Ragnar Magnússon / Héðinsfjörður.is