Í tengslum við norrænt verkefni sem nefnist „Rural Arctic Experience” (RAE) verður haldið málþing á Raufarhöfn, “Tækifæri á norðlægum slóðum, Raufarhöfn – áfangastaður framtíðarinnar”  þriðjudaginn 14. maí kl 13:30. Sjá dagskrá:Raufarhofn
Á fundinn mætir hópur gesta (14) frá Rovaniemi í Finnlandi, sem munu deila reynslu sinni af ferðaþjónustu og tengdum verkefnum þar. Þeir eru fyrst og fremst komnir til að kynna sér hvað er verið að gera í okkar hluta verkefnisins ásamt því að skoða sig um og fræðast um Norðausturland.

Síðari hluti fundarins er með „workshop” sniði, þar sem ræddar verða nokkrar lykil spurningar sem tengjast yfirskrift fundarins, tækifæri á norðlægum slóðum. Frekari þróun aðdráttarafls (seguls/-la) og áfangastaða. Grunnur að bættu samkeppnishæfi norðurslóða og þar með bættum búsetuskilyrði. Competitive advantage from the arctic nature: how to profit arctic nature and recreational areas in tourism products.

Dagskráin endar með kvöldmat. Gestirnir frá Finnlandi koma frá fyrirtækjum og opinbera geiranum (borgin eða þróunartengd). Þessir aðilar hafa mikla reynslu af vöruþróun, þróun og kynningu á „vörumerkjum” og alþjóðlegri markaðssetningu. Það er því mikill fengur af samstarfi við þá.

Nánar um þetta hér.